Paradís fuglanna

Paradís fuglanna

Í mynni Fáskrúðsfjarðar austur á fjörðum liggur eyjan Skrúður. Eyjan er eiginlega einn stór klettur úr basalti og súru gosbergi sem rís 160 metra upp úr sjónum. Eyjan sem tilheyrir jörðinni Vattarnesi var friðlýst árið 1995, er 530 breið og 590 metrar að lengd. Í gegnum aldirnar hefur verið mikil eggjataka í Skrúð, enda verpa í eyjunni 18 fuglategundir, og fuglafjöldinn skiptir hundruðum þúsunda. Bara í Skrúð eru til dæmis 300 þúsund lundar, en hann er algengasti varpfuglinn ásamt súlunni sem fór þó ekki að verpa í eyjunni fyrr en árið 1943. Fýll og rita eru líka algengir varpfuglar í Skrúðnum. Í Skrúð er merkilegur hellir, Skrúðshellir, en hann er áætlaður um 4000 m², og er hann 125 metra langur, og 80 metra breiður þar sem hann er breiðastur. mikið lundavarp er í hellinum. Fyrr á tímum var róið úr Skrúð, og höfðust þá vermenn við í Skrúðshelli.

 

Súlubyggðin á austanverðum Skrúð

 

Eyjan Skrúður í allri sinni dýrð
Horft að Skrúðshelli
Á hæsta punkti Skrúðs, horft til lands.
Súlur á flugi
Súlubyggðin í Skrúð

Fáskrúðsfjörður 23/07/2022 :  A7C,  A7R III, A7R IV : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135 GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson