Perlan Ásbyrgi

Perlan Ásbyrgi

,,Ásbyrgi ER fallegasti staður á Íslandi.” Heyrði ég íslenska konu segja við vinkonu sína í versluninni Ásbyrgi við Ásbyrgi. ,,100% Sammála.” Sagði vinkonan, enda mjög hlýtt úti, alveg einstök sumarblíða og birtan í gærkvöldi við Botnstjörn, alveg einstök. Ásbyrgi er hamrakví í Vatnajökulsþjóðgarði, norður í Norður-Þingeyjarsýslu, og eitt af mestu náttúruundrum Íslands. Hóflaga klettaborg sem myndaðist þegar áttfættur hestur Óðins (æðstur guða í norrænni goðafræði), Sleipnir snerti jörðina eitt augnablik, og gaf 3,5 km langt hóffar þar sem nú er Ásbyrgi. Einstaka vísindamenn halda því fram að Ásbyrgi hafi myndist við hamfarahlaup efir eldgos á vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum, vatnsmestu á Íslands, sem rennur rétt austan við Ásbyrgi og til sjávar í Öxarfjörð. Það er örstutt í Ásbyrgi, aðeins 4 km frá Skinnastað, 30 km frá Kópaskeri, 60 km frá Húsavík, og bara 560 km úr Reykjavík.

Gamalt fjárhús, breytt í Þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs, við innganginn inn í Ásbyrgi
Kvöldbirta við Botnstjörn
Ótrúleg kyrrð, Botnstjörn
Eyjan í Ásbyrgi, það eru tveir einstaklingar sem standa efst og fremst á brúninni ef vel er að gáð

Öxarfjörður : 09/07/2022 : A7C, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson