Brim við Dyrhólaey

Perlan Dyrhólaey

Það tekur tæpa þrjá tíma að skreppa frá Reykjavík og austur í Vestur-Skaftafellssýlu og heimsækja Dyrhólaey. Einn fallegasti staðurinn í öllu lýðveldinu. Þó Dyrhólaey sé ekki há, 120 metrar, er ótrúlegt útsýni frá þessum móbergsstapa sem varð til í gosi undir jökli fyrir tæpum tíu þúsund árum. Útsýnið í norðaustur er að Mýrdalsjökli og eldfjallinu Kötlu. í austur eftir Reynisfjöru að Reynisdröngum og Reynisfjalli, og í vestur eftir suðurströndinni að Eyjafjallajökli. Pétursey rís svo upp í vest norð vestri. Dyrhólaey var syðsti oddi Íslands þangað til í Kötlugosinu stóra árið 1918, þegar Kötlutangi myndaðist 20 km / 12 mi austar. Straumar og vindar vinna á tanganum beint suður af Hjörleifshöfða austan við Vík, þannig að eftir örfá ár mun Dyrhólaey fá titilinn aftur. Efst á Dyrhólaey er viti, teiknaður af Guðjóni Samúelssyni, sem færði okkur meðal annars Hallgrímskirkju og Háskólann í Reykjavík. Mikið fuglalíf er í Dyrhólaey, hún er friðuð yfir varptímann og var friðlýst árið 1978. Aðgengi er gott að Dyrhólaey, kominn góður vegur upp, þannig að það er bara að drífa sig, og njóta golunnar eða stormsins sem leikur lausum hala um Dyrhóley.

Miðnætursól í Reynisfjöru, Dyrhólaey í fjarska
Dyrhólaey á sumarkvöldi
Horft í vestur, vitinn í Dyrhólaey er reistur árið 1927
Horft í suður, á vetrarsólstöðum frá vitanum
Suðurströndin, horft í vestur, glittir í Pétursey og Eyjafjallajökul
Horft frá Dyrhólaey að Reynisfjalli í austri

Dyrhólaey 12/03/2024 : A7R III, RX1R II : FE 1.2/50 GM, FE 2.8/90mm G, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson