Horft yfir Rauðasand og út á Breiðafjörð

Rauðasandur sunnan Patreksfjarðar

Lonely Planet, ein virtasta og stærsta ferðabókaútgáfa og upplýsingaveita um lönd og staðhætti í heiminum setti Rauðasand á Barðaströnd, nú á dögunum í þrettánda sæti yfir fallegustu /bestu strendur í heiminum. The Pass í Nýja Suður Wales í Ástralíu trónir á toppnum. Aðeins ein strönd í Evrópu nær hærra sæti, West Beach, Berneray, Suðureyjum Skotlands, sú strönd er sæti ofar en Rauðasandur. Það var Ármóður rauði Þorbjarnarson sem nam Rauðasand á Barðaströnd, og hefur sveitin í gegnum aldirnar verið ein sú besta á landinu til búsetu, grösug og gjöful af landkostum, veðurgott og snjólétt. Saurbær höfuðból sveitarinnar var um aldir ein af verðmestu jörðum landsins, enda mikil hlunnindi, í sel, og eggjum, en Látrabjarg, eitt stærsta fuglabjarg landsins er vestan við Rauðasand. Það eru aðeins 400 km / 240 mi, frá Reykjavík og vestur í Rauðasand við Breiðafjörð, sunnan Patreksfjarðar.

Akvegurinn til Rauðasands frá Patreksfirði yfir Mjósund
Látrabjarg í fjarska
Rauðasandur, Bæjarvaðall og Hraunshnjúkur
Sumardagur á Rauðasandi
Sumardagur á Rauðasandi
Rauðisandur

Rauðasandur 06/03/2024 : RX1RII, A7R III : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0