Bíldudalur - Arnarfjörður

Sagan, landið og lognið

Sagan, landið og lognið

Heyrði um daginn veðurfræðing vera að tala um veðrið í útvarpinu. Hvar væri hæsti meðalhiti á Íslandi, mesta rigningin, mesta rokið, flestir logndagar. Það kom ekki á óvart að á Stórhöfða á Heimaey, Vestmannaeyjum væri með mesta rokið, og að Bíldudalur í Arnarfirði væri sá staður í lýðveldinu með flesta logndaga. Það vissi ég ekki. En Arnarfjörður, sá stóri og mikli fjörður á Vestfjörðum, er einstaklega fallegur heim að sækja. Einstök og falleg náttúra, mikið fuglalíf, og birta sem er einstök. Þarna er líka einn fallegasti foss á Íslandi, Dynjandi, einstaklega fallegar fjörur, og fyrir þá sem hafa gaman af sögunni, er fjörðurinn fullur af stöðum og minjum um fyrri tíma. Frá Reykjavík og vestur í Arnarfjörð er aðeins rúmlega sex tíma akstur, og þá er maður kominn í allt annan heim.

Ótrúleg birta. Horft í austur inn Arnarfjörðin frá Bíldudal
Bíldudalur síðasta vetur 
Sumar, logn og sól á Bíldudal – Arnarfjörður

 

Vestur-Barðastrandarsýsla  :  A7R III – A7R IV – RX1R II : FE 1.4/50mm ZA – FE 2.8/100mm GM – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson