Sálmaskáldið Hallgrímur

Skagfirðingurinn Hallgrímur Pétursson (1614-1674) var prestur og mesta sálmaskáld Íslendinga. Þekktastur er hann fyrir Passíusálmana sem fyrst voru gefnir út á prenti árið 1666. Passíusálmarnir eru heimsþekkt verk, og hafa þeir líklega verið þýddir á fleiri tungumál en nokkuð annað verk skrifað á íslenskra tungu. Sálmarnir eru 50, sem hann skrifaði á árunum 1656-1659 þegar hann sat Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ævi Hallgríms var mjög óvenjuleg, hann var alinn upp á biskupssetrinu á Hólum í Hjaltadal, fór ungur til náms til Danmerkur / Þýskalands. Þegar hann er í efsta bekk í Frúarskólanum í Kaupmannahöfn 1636, koma nokkrir Íslendingar til borgarinnar sem höfðu lent í Tyrkjaráninu 1627, ryðgaðir í íslensku og kristinni trú. Er námsmaðurinn Hallgrímur fengin til að hressa upp á fræðin og verður hann ástfangin af Guðríði Símonardóttur (1598-1682) og hættir hann námi og fer með hópnum til Íslands vorið 1637, með Guðríði ólétta af þeirra fyrsta barni. Guðríður var gift kona í Vestmannaeyjum, en maður hennar Eyjólfur Sólmundarson hafi sloppið við að vera rænt. Fyrstu árin búa þau í Njarðvík, þar sem Hallgrímur vinnur í danskri verslun í Keflavík. Hann er síðan vígður prestur á Hvalsnesi vestast á Reykjanesinu af Brynjólfi Sveinssyni biskup árið 1644 og 1651 flyst hann að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og þjónar þeirri kirkju í mörg ár. Hann deyr úr Holdsveiki á bænum Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd 1674. Tvær kirkjur á Íslandi eru nefndar eftir Hallgrími, Hallgrímskirkja á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og auðvitað stærsta guðshús landsins, Hallgrímskirkja í Reykjavík. 

Hallgrímur Pétursson (1614-1674)

Hvalsneskirkja á Reykjanesi, í haustrigningunni í dag. Þar sat Hallgrímur Pétursson sem prestur 1644 til 1651

Hallgrímskirkja í Reykjavík böðuð geislum miðnætursólarinnar, 5 júní nú í sumar

Reykjanes / Reykjavík : 29/09/2022 – 05/06/2022 : A7R IV, A7R III – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50 GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson