Álfahátíð í Hellisgerði

Álfahátíð í Hellisgerði

Barnahátíðin “Álfahátíð í Hellisgerði” verður haldin sunnudaginn 27. ágúst 2023 frá kl. 14-16:30.

Garðurinn opnar kl. 14 með sögustund bókaálfs frá Bókasafni Hafnarfjarðar og kórónugerð með Þykjó Listasmiðju en dagskrá á sviði hefst kl. 15:30 og stendur yfir til c.a. 16:30 þar sem Benedikt Búálfur sér um að kynna dagskrá. Álfadrottning, álfakóngur verða á svæðinu á meðan á hátíðinni stendur auk fjöldan allan af álfum af svæðinu.

 Á dagskrá hátíðar í ár eru:

  • Benedikt Búálfur
  • Jóhanna Guðrún og Margrét Lilja
  • Hafdís Huld
  • Álfakóngur og álfadrottning
  • Þykjó listasmiðja
  • Sögustund
  • Dansandi Plié álfar
  • Álfaeyru, kransar og andlitsskraut til sölu á staðnum
  • Og FULLT AF ÁLFUM

 Við hvetjum góða gesti til að mæta klædd í álfabúningum

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0