Björn Rúriksson Jarðsýn ehf

Ljósmyndabók eftir Björn Rúriksson

TÖFRAR Íslands heitir bók með ljósmyndum Björns Rúrikssonar.

Bókin skiptist í sex meginkafla, sem heita Náttúruöflin, Landið, Gróðurinn, Vatnið, Birtan og Formið.

Önnur bók í þessum flokki , Yfir Íslandi, kom út 1990.Þessi bók, sem kemur nú út, er eðlilegt framhald af fyrri bókinni, en er þó á allt öðrum nótum og gjörólík henni,“ sagði Björn Rúriksson í samtali við Morgunblaðið. Yfir Íslandi var fyrsta bók sinnar tegundar og fjallaði um Ísland ofan frá, þar sem hægt er að virða fyrir sér stóru drættina í landinu, sköpun landsins og landfræðileg sérkenni. Í þeirri bók var jarðsagan til umfjöllunar.

Í þessari bók flyt ég mig niður á sjálft landið og nánast allar myndirnar í henni eru teknar á jörðu niðri. Hér er verið að fjalla um umhverfisþættina, landið í kring um okkur, fegurð íslenzkrar náttúru, gróðurinn, vatnið og hina sérstöku birtu. Og síðast en ekki sízt formin í náttúrunni.“

Útgefandi er Jarðsýn.

Please contact for tours and booking information.

 

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0