DIVIDEDby2 gefur innsýn í yfirstandandi rannsóknarverkefni Vehmaanperä sem miðar að því að endurhugsa spariklæðnað utan kynjatvíhyggjunnar. Með því að búta niður og kryfja síðkjóla, bindi og jakkaföt varpar listamaðurinn ljósi á efnislega strúktúra sem notaðir eru í samtíma klæðskurði til að skapa og ýkja kyngervi. Vehmaanperä býður okkur að rýna með sér í rannsóknarefni sín með innsetningu sem samanstendur af stúdíu á efnum og sniðum sem viðhalda hefðbundnu kynjakerfi í klæðaburði, auk tillögum háns að nýrri tegund af sparifötum handan tvíhyggjunnar.
Juha Vehmaanperä (f. 1993) er finnskur fatahönnuður með aðsetur í Helsinki. Hán notar flíkur og vefnaðarvöru sem útgangspunkt fyrir listiðkun sína sem hverfist um gervileika tvíkynjakerfisins. Vehmaanperä leggur áherslu á mikilvægi tísku sem menningarfyrirbæris og hluta af listheiminum. Hefðbundin handavinna hefur skapað skýrar umgjörðir og vinnubrögð sem fólk starfar oft eftir og hán telur kyn gegna svipuðu hlutverki. Kynjatvíhyggjan er tól sem hvetur til ákveðinnar hegðunar í samfélaginu í heild. Hugmyndir um karl eða konu sem ólíkar eindir hafa alltaf áhrif á gjörðir okkar. Fyrir Vehmaanperä er kynseginleikinn tákn um gagnrýni á hefðir sem myndast af félagsmótun.
