Finnur Jónsson (1892-1993) hélt til Kaupmannahafnar 1919 og síðan til Dresden 1922-25, þar sem han nam myndlist og kynntist bæði Kokoschka og Kurt Schwitterz. Finnur mótaðist á Þýskalandsárunum af framsækinni þýskri myndlist og gerði á árunum 1922-25 fyrstur íslenskra myndlistarmanna afstrakt myndverk með táknrænu ívafi. Sjá meira hér
Þakka skyldi þeim og vera börnin hans Jóns Þórarinssonar,” sagði oft Ólöf móðir Finns, þegar lof hafði verið borið á þau systkini í hennar áheyrn. Vera má að snilligáfan hafi að mestu verið úr föðurætt Finns, en dirfskan og driftin var ekki síður úr móðurættinni. Hann var í ættir fram af sunnanverðum Austfjörðum og fæddur hinn 15. nóvember 1892, á kotbænum Strýtu við Hamarsfjörð. Sjá meira hér
Ekki voru þau sex systkinin í þennan heim borin með silfurskeið í munni. Faðirinn, fátækur smiður og bóndi, andaðist þegar Finnur var 17 ára og voru þá eldri bræðurnir Ríkharður og Björn farnir að heiman. Finns var þá að taka við búsforráðum ásamt móður sinni. Heimavoru og yngri systkinin, Georg,Karl og Anna. Sjá meira hér
Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér