Hafsteinn Austmann

Hafsteinn Austmann

Hafsteinn Austmann
Þótt Hafsteinn Austmann hafi ekki málað lengi, kveður hann sér hljóðs á þann hátt, að menn hljóta að leggja við hlustirnar. Af eldri myndum varð fátt ráðið um hæfileika hans en nýju olíumálverkin taka af allan vafa. Hér er gott málaraefní á ferð. Einkum virðist litarkenndin upprunaleg, eins og raunar hjá flestum íslenzkum málurum, sem einhver töggur er í. Aftur á móti hefur hann orðið fyrir sterkum áhrifum af „stílum” eldri listamanna og leitar að persónulegu tjáningarformi, þótt ekki verði annað sagt en hann leysi sum verkefnin með prýði. Birtingur 1956, sjá meira hér

Hafsteinn Austmann fæddist á Ljótsstöðum í Vopnafirði 19. júlí 1934.
Strax í gagnfræðaskóla var afráðið hvert skyldi stefnt. Árið 1951 innritast hann í Myndlistarskólann í Reykjavík og á árunum 1952-54 stundaði hann síðan nám í Handíða- og myndlistaskólanum.

Stór keramíkveggmynd sett
upp í anddyri Borgarspítalans

Sett hefur verið upp stór keramíkveggmynd í nýju anddyri Borgarspítalans á 1. hæð, austan við aðalanddyrið. Höfundur þess er Hafsteinn Austmann, listmálari. Morgunblaðið júni 1987 sjá meira hér

Akvarellur Austmanns

Vatnslitir og Hafsteinn Austmann myndlistarmaður eiga sér langa sameiginlega sögu. Yfirlit verka hans í tilefni sjötugsafmælis hans stendur nú yfir í Listasafni ASÍ, en á sýningunni eru vatnslitamyndir sem spanna fimmtíu ára fer. Lesbók Morgunblaðins Júli 2004. Sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0