• English
 • Íslenska

Guðmundur Thoroddsen

HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun sýningar Guðmundar Thoroddsen Hundaholt, Hundahæðir, laugardaginn 6. júní kl. 16.00

Verk Guðmundar eru húmorísk og sjálfrýnin og unnin í fjölbreytta en hefðbundna miðla, s.s. leir, vatnslit, teikningu og málverk. Í þessari annarri einkasýningu Guðmundar hjá galleríinu einbeitir hann sér einvörðungu að málverkinu.

„Það er hægt að kaupa bjór sem heitir Hundur. Hann er í dós, með gulum miða, hann er lífrænn. Ef maður skoðar gula miðann betur sést að það sem maður hélt að væri mynstur eða einhvers konar grænir blettir eru í raun litlir hundar að hjóla um. Brugghúsið segir ástæðuna fyrir þessu nafni vera að þeim finnist bjórinn hafa eiginleika sem við teljum hunda búa yfir: hann er vinalegur, tryggur, smá fyndinn, kannski heimskur, en duglegur, félagslyndur – þau segja að það sé „hundur í þessum bjór“. En hvaðan komum við að þessum hlut? Ástæðan fyrir því að þessi bjór er hundur, eða að þessi „Hundur“ er bjór, er ekki alveg ljós. Teygðu þau hugmyndina um hund í áttina að hugmyndinni um bjór, eða teygðu þau hugmyndina um bjór í áttina að hugmyndinni um hund?

Því fjær sem maður færist hinum hlutbundna veruleika og nær því óformaða, ónefnda; þegar útlínur hverfa utan af hlutum, því nær komumst við merkingaleysu, óreiðu – eða hvað? Er þessi bjór sem er kallaður Hundur meira bjór eða meira hundur? Eða erum við nær öðrum hlut, einhverjum þriðja hlut, sem er ekki bjór og ekki hundur heldur eitthvað annað? Það er ekki endilega sú leið sem brugghúsið vill fara. Þá mætti lesa úr þessu að þau vilji að maður noti viss orð – einföld, skiljanleg, hversdagsleg orð – til að tala um þennan hlut. Að maður taki utan um þetta fyrirbæri með þeim hversdagslega skilningi sem maður hefur á heiminum í kringum sig. Að maður skilji að þessi hlutur er einfaldur, þunnur eins og lag af málningu á striga, bara lag af málningu á striga. Jafnvel þó maður sjái augsýnilega að þetta fyrirbæri er ekki bara það sem það sýnist vera.“

Úrdráttur úr texta Starkaðs Sigurðarsonar um sýninguna

Guðmundur Thoroddsen (1980) lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York árið 2011. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis. Þar má nefna einkasýningarnar Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi 2017, SNIP SNAP SNUBBUR 2018/19 í Hafnarborg og Earth to Earth árið 2019 í Asya Geisberg Gallery í New York. Fjallað hefur verið um sýningar hans í ýmsum fjölmiðlum, s.s. Artforum, The New York Times, Time Out New York og Dazed Digital. Hann hefur hlotið styrki úr styrktarsjóðum Guðmundu Andrésdóttur, Myndstefs, KÍM og Evrópu unga fólksins, auk Listamannalauna. Guðmundur var tilnefndur til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir SNIP SNAPP SNUBBUR árið 2109.

Related Articles

  þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

  Þjóðsögur á þriðjudögum

  Þjóðsögur á þriðjudögum

  Hádegisfyrirlestur í Listasafni Íslands, 20. mars kl 12:10. Fjallað verður um þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar um alda...

  Karl Kvaran 1924 – 1989

  Karl Kvaran 1924 – 1989

  Karl Kvaran 1924 - 1989 Karl Kvaran er i hópi okkar bestu abstraktmálara, á þvi leikur naumast neinn vafi. Hann er 54...

  Heiðrún Kristjánsdóttir

  Heiðrún Kristjánsdóttir

  Heiðrún Kristjánsdóttir Sjá fleiri greinar um myndlist klikka hér...
  Fjórir Hornsteinar

  Kristinn E. Hrafnsson – ÞVÍLÍKIR TÍMAR

  Kristinn E. Hrafnsson – ÞVÍLÍKIR TÍMAR

  Hverfisgallerí býður á opnun einkasýningar Kristins E. Hrafnssonar, ÞVÍLÍKIR TÍMAR, laugardaginn 24. febrúar 2018 kl. 16...


iframe code

NEARBY SERVICES