ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og býr yfir áratugareynslu í mannvirkjagerð.
Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða önnur mannvirkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis og erlendis.
Markmið ÍAV eru að fyrirtækið verði fyrsti valkostur verkkaupa/framkvæmdaaðila í framkvæmdum á Íslandi og eftirsótt verktakafyrirtæki að starfa fyrir.
ÍAV verði eitt stærsta fyrirtækið á íslenskum verktakamarkaði og haslar sér völl erlendis, rekstur sé arðsamur og fyrirtækið njóti trausts hjá viðskiptavinum.
ÍAV verði leiðandi í þróun nýrra leiða í samningum, fjármálum, efnisvali og útfærslum.