Lucky 3: PUTI

Lucky 3: PUTI – opnunargjörningur

16.10.2021

12:00 –20:00 @ OPEN

Verkið PUTI er félagsleg kóreógrafía sem endurspeglar ofurraunveruleika kynþáttahlutverka og valdastigveldi. Verkið vitnar í átta klukkutíma vinnudag.

Þótt frásagnir okkar séu sundurleitar, er kjarninn hinn sami. Við viljum varpa ljósi á sundraðan hóp, fólk sem er rótlaust, er í stöðugri endurnýjun og berst við að bjarga arfleifð sinni í ljósi menningarlegs tjóns. Með blygðunarlausum heiðarleika og varnarleysi, tekur hópurinn á málefnum sem þessum. Í tilfelli PUTI; upplifun filippseyskra innflytjenda á Íslandi, tilfærslu og kynþáttafordóma.

Darren Mark (f. 1993) útskrifaðist með BA próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hann flutti til Íslands frá Filippseyjum aðeins átta ára gamall ásamt fjölskyldu sinni. Hann vinnur aðallega við fatahönnun, hann fæst við að taka í sundur og setja flíkur saman til þess að endurnýta og betrumbæta þær og búa til nýjar flíkur. Darren hefur áður sýnt á Dutch Design Week í Eindhoven, Designer’s Nest – Copenhagen Fashion Week  og á Hönnunarmars í Reykjavík.

Dýrfinna Benita Basalan (f. 1992) vinnur sem myndlistarmaður en er líka þekkt sem tónlistarkonan Countess Malaise. Dýrfinna er fædd og uppalin á Íslandi og á íslenskan föður. Hún útskrifaðist með BA í myndlist og hönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2018. Dýrfinna vinnur út frá mörgum miðlum og takast verk hennar oft á um sjálfsmynd, samfélag og einsemd. Dýrfinna er partur af listamannahópnum The Blue Collective, hópur alþjóðlegra listamanna sem eru hinsegin og af jaðarsettum kynþáttahópum. Með þessum listahópi hefur Dýrfinna m.a. sett upp sýningar í Juliette Jongma gallerí, Amsterdam og í Decoratillier í Brussels í samstarfi við Living Leaving Dacota.

(IS)

Lucky 3 (st. 2019) er listahópur stofnaður af Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Basalan og Melanie Ubaldo; íslenskir listamenn af filippeyskum uppruna.

Melanie Ubaldo (f. 1992) útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Í verkum Melanie er myndefni og texti órjúfanleg heild. Sjá má sundurleit málverk sem innihalda texta sem minnir helst á veggjakrot. Textinn vísar í hennar eigin reynslu af fordómafullri hegðun annarra í hennar garð. Verkin afhjúpa valdið sem felst í fordómum og eyðandi áhrif þeirra á þolendur. Melanie hefur áður sýnt í Kling og Bang og hefur tekið þátt í öðrum hópsýningum hérlendis og erlendis til að mynda í Hafnarborg, Gerðarsafni, hátíðinni Cycle – Music and Art festival og nýlega í Pavilion Nordico í Argentínu. Jafnframt er verk hennar að finna í safneign Listasafns Reykjavíkur.

Related Articles

  Claudia Hausfeld

  Claudia Hausfeld

  HVERFISGALLERÍ OPNAR EINKASÝINGU MEÐ CLAUDIU HAUSFELD, Rumors of Being, laugardaginn 20. mars kl.16.00  Sýningatímabil 2...

  Jónína Ninný Magnúsdóttir

  Jónína Ninný Magnúsdóttir

  Ninný Magnúsdóttir er myndlistamaður sem einbeitir sér aðallega að vatnslitamyndum og olíumálverkum með blandaðri tæ...

  SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

  SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

  06/03/18 - 03/03/19 Um sýninguna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI „Ég nota módel til ...

  Margrét Elíasdóttir

  Margrét Elíasdóttir

    Eg fæddist á Blönduósi,en hef aldrei komið þangað síðan. Alveg frá fæðingu hefur verið mikill flækingur á mér," ...


Open - Grandagarður 27 101 Reykjavík

sequences.is/is/exhibitions/lucky-3/


12:00 - 20:00 - 16. október


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland