Jón Engilberts 1908 – 1972

Jón Engilberts var eftirminnilegur og litríkur maður, sem brá stórum svip yfir dálítið hverfi og bærinn varð fátæklegri við fráfall hans. Það var undravert áræði á fyrriparti aldarinnar að brjótast til náms í myndlist úr fátæktinni og vanþróuninni, sem hér ríkti þá. Samt gerði Jón það ásamt fleiri brautryðjendum íslenzkrar myndlistar.
Hann átti ekki alltaf sjö dagana sæla, þetta voru erfiðir tímar fyrir listamenn og ekki varð lífsbaráttan auðveldari eftir heimkomuna til Íslands í stríðsbyrjun. Við yfirlitssýninguna, sem haldin var á verkum Jóns Engilberts að honum látnum, rann upp fyrir mörgum til fulls, hver átakamaður Jón hafði verið í myndlist. Það var stórkostleg sýning og eftirminnileg eins og maðurinn sjálfur að baki verkanna. Þau voru litrík og sterk og full af ástríðu eins og hann hafði verið. En umfram allt frábær listaverk, sem vitnuðu um tilfinningu og áratuga þjálfun. Því miður var Jón Engilberts ekki metinn eins og vert var í lifanda líf i og mun hann hafa fundið sárt til þess sjálfur.
Gísli Sigurðsson í Lesbók Morgunblaðins maí 1978  sjá meira hér

Jón Sigurjónsson sem síðar kallaði sig Engilberts að eftirnafni (fæddur 1908 í Reykjavík, dáinn 1972) var íslenskur listamaður.

„LÍFIÐ BYRJAÐI ÞEGAR ÉG KYNNTIST JÓNI„

segir Tove Engilberts í helgarviðtali

“Hún var kjölfestan í lífi þessa manns og var honum einstök. Milli þeirra ríkti alla tíð gagnkvæm virðing en hún var „primus motor” í öllu. Skilningur hennar og fágætt umburðarlyndi gagnvart hinu sérstaka frjálslyndi hans átti rætur í djúpri virðingu fyrir list hans”. Þetta eru orð kunningja míns um ekkju málarans/ Jóns Engilberts. Hún heitir Tove, er dönsk og hennar þáttur í lífsstarfi þessa íslenska listamanns er ekki litill.  Sjá meira hér                (Vísir óktober 1979)

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES