Fjársjóður á Hverfisgötunni
Eitt af stásslegustu húsum höfuðborgarinnar er Safnahúsið við Hverfisgötu. Húsið var byggt á árunum 1905-1908 til að hýsa Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands. Arkitekt hússins var danski arkitektinn Johannes Magdahl Nielsen. Átti húsið upphaflega að vera úr grágrýti eins og Alþingishúsið, en var horfið frá þeirri hugmynd, þótti of dýrt. Í dag er það Listasafn Íslands sem rekur starfsemi Safnahúsins, og sýningin Fjársjóður þjóðar er nú í húsinu, sýningarstjóri er Dagný Heiðdal. Á sýningunni má finna listaverk frá síðari hluta 19. aldar og til dagsins í dag. Þarna má finna mörg af helstu og dýrmætustu verkum þjóðarinnar á einum stað. Sýningin stendur fram í september.
Frá sýningunni; Fjársjóður þjóðar