Sjá jökulinn loga

Sjá jökulinn loga

Ótrúlega fallegt, hafa þeir fært Snæfellsjökul nær Reykjavík, hugsaði ég þegar ég kem yfir Öskuhlíðina á leið í miðbæ Reykjavíkur. Það var breytt um stefnu, og stefnan tekin vestur á Gróttu á Seltjarnarnesi, þar sem best er að fanga jökulinn úr höfuðborginni. ,,Ótrúlega fallegt” sagði danskur ferðalangur, sem stóð við þrífótinn sinn og myndaði stemminguna. ,,Hvað er langt í beinni línu að Snæfellsjökli héðan” spurði hann síðan. ,,Hef ekki hugmynd.” En síðan með hjálp HERE maps, sáum við að við vorum í 109 km / 66 mi fjarlægð frá þessu 1446 m / 4744 ft háa eldfjalli vestast á Snæfellsnesi, í norðvestri yfir Faxaflóann. Vestasti hluti Snæfellsnes er þjóðgarður, Snæfellsjökull sem er tæpir 200 ferkílómetrar að stærð. Snæfellsjökull gaus síðast árið 272, árið sem Konstantín (Constantine) I hinn mikli, Keisari Rómaveldis fæddist. Hann var fyrsti kristni Keisarinn. Konstantín flutti höfuðborg Rómaveldis frá Róm til Konstantínópel, nú Istanbul, sem hann skýrði auðvitað í höfuðið á sér.

Gróttuviti byggður 1947 og Snæfellsjökull í 109 km fjarlægð
Snæfellsjökullinn logar í janúar sólinni frá Gróttu
Akranes, séð frá Seltjarnarnesi yfir Faxaflóann. Snæfellsnes til vinstri í fjarska, fjöllin upp af Mýrum til hægri

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

06/01/2022 : A7R IV : FE 1.8/135mm GM