Skaftáreldar við Laka

Á næsta ári eru 240 ár síðan eitt mesta eldgos Íslandssögunnar hófst, þann 8. júní 1783 við fjallið Laka, suðvestan Vatnajökuls í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í 25 km langri gígaröð, Lakagígum, með um 135 gígum. Gosið stóð í átta mánuði. Hraunið, Skaftáreldahraun sem er það annað mesta á sögulegum tíma, heildarrúmál hraunsins er um 13 km³ og flatarmál þess þekur 580 km² land. Hraunið heitir eiginlega tveimur nöfnum, vestari hlutinn heitir Eldhraun, meðan eystri hlutinn kallast Brunahraun. Lakagígar voru friðlýstir árið 1971, og eru nú hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi, móðu sem barst síðan yfir Evrópu, Ameríku og austur til Asíu. Mikil mengun fylgdi móðunni, svo búpeningur féll umvörpum, sem aftur leiddi til hungursneiðar ekki bara hér, heldur um allan norðarverðan hnöttinn. Þetta voru Móðuharðindin, mestu hörmungar sem dunið hafa yfir Íslendinga fyrr og síðar. Um 20% þjóðarinnar dó í Móðuharðindunum. Það eru einungis nokkrir mannsaldrar síðan. Fáum við annað eins gos fljótlega? Það er undir duttlungum náttúrunnar komið.

Laki

Í dag eru Lakagígar mosi vaxnir, en svæðið er heillandi til gönguferða og til að upplifa krafta náttúrunnar.

Laki

Sumarnótt við Skaftá, sem rennur um svæðið

Laki

Tjarnargígur sunnan við Laka

Laki

Lakagígar fremst að vetri, síðan Fögrufjöll við Langasjó, norðan og vestan við gígaröðina

Laki

Vegurinn umhverfis Lakagíga

Laki 2019-2021 : A7R IV, A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 1.4/35mm ZA

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson