Skíðastaðurinn Siglufjörður

Skíðastaðurinn Siglufjörður

Eitt besta skíðasvæði á íslandi er í Skarðsdal á Siglufirði, Fjallabyggð, stundum kallaðir Siglfirsku Alparnir. Á svæðinu eru fjórar lyftur, og þegar maður tekur Bungulyftuna, sem fer í tæplega 700 metra hæð, er lengsta skíðabrekka íslands framundan, tæplega 2,5 km löng niður í miðasölu, þar sem svæðið byrjar með Neðstu-lyftu við bílastæðið. Frá Reykjavík eru um 400 km / 240 mi til Siglufjarðar, og frá Akureyri, er um klukkustundar akstur, norður vestanverðan Eyjafjörð í gegnum Dalvík og Ólafsfjörð. Siglufjörður er ekki bara vetrar og skíðaparadís. Bærinn býður upp á fyrsta flokks hótel, veitingastaði og söfn og göngu og skíðaleiðir um norðanverðan Tröllaskaga.

Það voru ekki bara lyfturnar sem voru á fullu í Skarðsdal í dag. Þyrlur voru að flytja skíðamenn á tindana umhverfis Skarðsdal og Siglufjörð, enda nægur snjór.
Hluti Siglufjarðar og neðsti hluti skíðasvæðisins í Skarðsdal.
Frábært veður, færið svolítið hart. Bara gaman.

 

Siglufjörður 28/03/2022 14:11 – 16:27 :  A7R IV : FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson