,,Skráð jurtalyf eru framleidd samkvæmt sömu gæðastuðlum og hefðbundin lyf“
– segir Kolbrún Hrafnkelsdóttir
Herberia er lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu á skráðum jurtalyfjum fyrir Evrópumarkað, en það hefur ekki starfað hérlendis áður. Náttúruvörur hafa hingað til að mestu verið seldar á Íslandi sem fæðubótarefni en skráð jurtalyf er viðurkennt lyf sem hefur öðlast virðurkenningu í mörgum löndum og eru framleidd samkvæmt sömu gæðastöðlum og hefðbundin lyf. Jurtalyfjunum fylgja sams konar leiðbeiningar og hefðbundnum lyfum, hvernig beri að nota þau og hvað ber að varast.
,,Það er nóg að gera í þessu verkefni hjá okkur í Herberia, en við veitum lausnir fyrir fólk sem vill nota hágæða náttúrulyf og öðlast aukið heilbrigði. Lyfin okkar eru náttúrulegar vörur sem byggja á langri reynslu sem og vísindalegum rannsóknum og eru samþykkt af evrópskum heilbrigðisyfirvöldum. Vörur okkar verða seldar í apótekum og munu fást án lyfseðils. Við erum að skrá okkur í 7 löndum með 5 lyf og erum að gera samninga við framleiðslufyrirtæki í Þýskalandi,“ segir Kolbrún Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Herberia.
-GG