Spennandi þróunarverkefni framundan hjá Landsneti

-Spennandi þróunarverkefni framundan hjá Landsneti
Risar flytja rafmagnið

Háspennulínumöstur hafa ekki þótt vera til sérstakrar prýði í íslenskri náttúru, þótt fáir efist um nauðsyn þeirra. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins á Íslandi, vinnur nú að spennandi þróunarverkefnum sem miða að framleiðslu mastra sem ætlað er að gleðja augað og falla betur að umhverfi sínu. Þær tvær hugmyndir sem lengst eru komnar gætu orðið til þess að stálrisar og fuglar muni halda uppi línunum sem flytja til okkar rafmagnið.
Microsoft Word - The Land of Giants_report_final
Árið 2008 efndi Landsnet til samkeppni í samstarfi við Arkítektafélag Íslands þar sem kallað var eftir nýrri hönnun á háspennulínumöstrum og létu viðbrögðin ekki á sér standa – en alls bárust 98 gildar tillögur í keppnina. Fjórar af þessum tillögum voru svo valdar til frekari rannsókna og þróunar.

Ólík sjónarmið mætast
Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri framkvæmda hjá Landsneti, segir að fyrst hafi þurft að ganga úr skugga um að tillögurnar henti íslenskum aðstæðum og hefur verið unnið að því síðastliðið ár í nánu samstarfi við arkítekta og verkfræðinga, bæði innlenda og erlenda. „Eftir að arkítektinn eða hönnuðurinn hefur skilað frá sér hugmyndinni að þá þurfa verkfræðingarnir að koma að verkefninu og þá kemur ef til vill í ljós að sumt gengur einfaldlega ekki upp miðað við íslenskar aðstæður, þar sem t.d. veðurálag hér er mun meira en víða annarsstaðar. Þessi ólíku sjónarmið þurfa þó að mætast og við viljum hafa arkítektana og hönnuðina með okkur í öllu ferlinu til að fagurfræðin haldist sem mest,” segir Þórarinn
Microsoft Word - The Land of Giants_report_final
Kostnaður við gerð slíkra mastra er enn sem komið er meiri heldur en við byggingu hefðbundinna mastra, en að sögn Þórarins vinnur Landsnet nú hörðum höndum að því að lækka hann eins og mögulegt er. „Núna erum við að vinna að því að yfirfara hönnunina til að þetta geti verið raunhæfur kostur á móti þeim möstrum sem við erum þegar með, án þess þó að fórna útlitinu í of miklu mæli. Til að byrja með sjáum við þessa nýjung ekki fyrir okkur nema sem ef til vill stök möstur eða sem stutta kafla á nýjum leiðum og því verður kostnaðurinn ekki svo mikill þegar litið er á heildarkostnað línunnar,” segir Þórarinn.
Microsoft Word - The Land of Giants_report_finalHP_z4_ed2Í sátt við umhverfið
Lagning nýrra háspennulína á Íslandi hefur ekki alltaf verið mætt með sátt og segir Nils Gústavsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Landsneti, þessi þróunarverkefni vera hluta af því að reyna að skapa sátt um háspennulínurnar. Samkvæmt raforkulögum sem sett voru á Alþingi 2003 ber Landsneti að tengja þá sem eftir því sækjast við flutningskerfið og segir Nils það í raun verða sífellt flóknara, en eftir því sem viðskiptavinunum fjölgar og orkunotkun þeirra eykst þarf að styrkja kerfið m.a. með nýjum línum.

„Við þurfum að bregðast við þessu með margvíslegum hætti, byggja nýjar línur eða til dæmis með því að hækka spennu á línum til að auka flutningsgetu og þar með haft línurnar færri, sem aftur kallar á aðeins stærri möstur. Að leggja línur í jörð er aftur á móti margfalt dýrara og í raun svo dýrt að Landsnet getur ekki tekið ákvörðun um það samkvæmt raforkulögum, jafnvel þó sumir telji það fagurfræðilega betri kost. Um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir og viljum við á móti leggja metnað okkar í það að hafa mannvirkin okkar sem fallegust og sem mest í sátt við umhverfið.”

Nytt masturNils tekur þó fram að hér sé ekki um að ræða umhverfisvæn möstur í sjálfu sér, heldur einfaldlega nýja hönnun sem tekur mið af umhverfi sínu. „Þannig er hægt að fara þá leið að reyna að fela mastrið sem mest í því landslagi sem það stendur og svo er þvert á móti hægt að kalla athygli að mastrinu með því að gera það að listaverki. Í Finnlandi hefur til dæmis verið gert talsvert af listaverkamöstrum sem hefur verið stillt fram á áberandi hátt og vakið mikla athygli,” segir Nils.

Öðruvísi valkostur
Nils segir að fari allt eftir áætlun gæti Landsnet verið komið með fullhannað mastur á næsta ári, væri eftirspurn eftir því. „Við erum auðvitað aðeins að bjóða upp á valkosti og við færum aldrei út í byggingu á svona möstrum nema í sátt við viðkomandi sveitarfélag. Við myndum hugsanlega leggja til staðsetningar og sjáum við t.d. fyrir okkur að það færi vel á því að staðsetja risamöstrin í kring um fjölfarna vegi. Möstrin með fuglsvængnum eru hugsuð á heilum köflum en í fyrstu myndum við aðeins reisa þau í litlum áföngum, þar sem þessi mannvirki þurfa að vera gríðarlega áreiðanleg. Við færum líklega ekki út í stórar framkvæmdir án þess að reynsla sé komin á möstrin. En við erum að bjóða hér upp á eitthvað algerlega nýtt og öðruvísi,” segir Nils.

(sett í áberandi lituð box með myndum)

_MG_3887Land risanna

Land of Giants, eða Land risanna, hefur þegar vakið mikla athygli víða um heim og hlotið fjölda viðurkenninga. Áhrifin eru sótt í verkið City Square eftir svissneska myndhöggvarann Giacometti, en skírskotar á sama tíma til þjóðsagna Íslands.  Það er arkitektastofan Choi+Shine í Boston sem eru hönnuðir risanna. Möstrin líkja eftir risavöxnum mannverum sem halda uppi háspennulínum yfir höfði sér og geta sjálfar virst vera á gangi.

Hendur og fætur risans gætu verið breytilegir á milli mastra, en á þó eftir að hanna burðarþol á breytilegum útfærslum. Hugmyndir Landsnets eru að vel færi á því að hafa risana á áberandi stöðum t.d. þar sem háspennulínan þverar Suðurlandsveginn, sem myndi vekja mikla athygli, jafnt hjá heimamönnum og ferðamönnum.  Þegar hafa nokkur sveitarfélög, m.a. í Noregi, lýst áhuga á að setja þessi möstur upp á völdum stöðum.

Fuglarnir flytja rafmagn

Hönnun stálgrindarmastranna þykir mörgum tákn um gamla tíma og ætti þessi hönnun því að bjóða upp á velkomna tilbreytingu. Hér eru tvö gríðarstór stálrör sem standa upp úr jörðinni og bera á milli sín nokkurs konar stálfugl sem á eru festar háspennulínurnar. Fuglinum má halla á milli mastra og því líkja eftir flugi fugla eftir hlíð eða brekku, eftir því sem aðstæður bjóða upp á.  Hönnuðir eru Hornsteinar arkitektar.

Landsnet skoðar nú að möguleika þess að staga mastrið í stað frístandandi masturs, til að draga úr kostnaði.