Fyrir nærri 250 árum, þann 8. júní 1783 hófst eldgos í Lakagígum, í Vestur-Skaftafellssýslu. Í þessu risa stóra eldgosi, Skaftáreldum, norðan við Kirkjubæjarklaustur, kom upp mesta hraun á jörðinn síðasta árþúsundið. Þegar eldgosinu lauk átta mánuðum seinna, í febrúar 1784, hafði flatarmál Eldhrauns náð 580 km², og heildarrúmmál hraunsins eru rúmir 13 km³. Eldgosinu fylgdu aska og eiturgufur sem bárust um allt land, og felldi 80% sauðfjár, 60% af hrossum og um helming allra nautgripa. Hungursneyðin sem fylgdi, kostuðu meira en tíu þúsund mannslíf, eða um 20% íslensku þjóðarinnar. Þessar hörmungar eru kallaðar Móðuharðindin, og margir telja að franska stjórnarbyltingin 1789, sé að hluta til Skaftáreldum að kenna eða þakka, en uppskerubrestur varð í evrópu eftir kólnun vegna gosmóðu sem barst suður til evrópu, alla leið frá Lakagígum, sem voru friðlýstir árið 1971.






Vestur-Skaftafellssýsla 03/02/ 2025 : RX1R II, A7R III – FE 1.4/24mm GM, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson