Eldhraun, Sveinstindur í fjarska

Stærsta eldgos síðan land byggðist

Fyrir nærri 250 árum, þann 8. júní 1783 hófst eldgos í Lakagígum, í Vestur-Skaftafellssýslu. Í þessu risa stóra eldgosi, Skaftáreldum, norðan við Kirkjubæjarklaustur, kom upp mesta hraun á jörðinn síðasta árþúsundið. Þegar eldgosinu lauk átta mánuðum seinna, í febrúar 1784, hafði flatarmál Eldhrauns náð 580 km², og heildarrúmmál hraunsins eru rúmir 13 km³. Eldgosinu fylgdu aska og eiturgufur sem bárust um allt land, og felldi 80% sauðfjár, 60% af hrossum og um helming allra nautgripa. Hungursneyðin sem fylgdi, kostuðu meira en tíu þúsund mannslíf, eða um 20% íslensku þjóðarinnar. Þessar hörmungar eru kallaðar Móðuharðindin, og margir telja að franska stjórnarbyltingin 1789, sé að hluta til Skaftáreldum að kenna eða þakka, en uppskerubrestur varð í evrópu eftir kólnun vegna gosmóðu sem barst suður til evrópu, alla leið frá Lakagígum, sem voru friðlýstir árið 1971.
Eldhraun, rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur, en hraunið þekur 580 km² stórt svæði
Horft yfir Skaftártungur, Skaftá og Eldhraun femst
Lakagígar eru 25 km löng gossprunga, hér gægjast nokkrir gígar upp úr fönninni
Kvöldkyrrð undir Sveinstindi, Skaftá rennur austan við fjallið
Hringvegurinn um Lakagíga
Lakagígar, Laki sjálfur, fjærst
Vestur-Skaftafellssýsla 03/02/2025 :  RX1R II, A7R III – FE 1.4/24mm GM, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0