Stracta hótel – Fjölbreytt úrval gistingar

Stracta hótel

Fjölbreytt úrval gistingar

Stracta hótel er nýtt hótel á Hellu. Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, hótelstjóri, segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að skapa afslappað og þægilegt andrúmsloft sem endurspegli náttúruna í nánasta umhverfi hótelsins.
IMG_6751
„Sérstaða hótelsins felst ekki síst í því fjölbreytta úrvali gistingar sem boðið er upp á. Fyrst ber að nefna tveggja manna herbergi sem eru smekklega búin helstu þægindum. Síðan eru stór tveggja manna herbergi þar sem sérstakt tillit er tekið til þarfa fatlaðra einstaklinga sem þurfa t.d. að geta athafnað sig í hjólastól. Fyrir utan hótelherbergin eru einnig í boði stúdíóíbúðir sem eru 24 fermetrar að stærð með sérinngangi. Ennfremur eru til 45 fermetra stúdíóíbúðir með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og heitum útipotti. Til viðbótar við ofantalið eru í boði lítil tveggja manna hostel-herbergi.“
IMG_6919
Sólborg Lilja segir að starfsfólki hótelsins sé umhugað um að gestum líði vel og að þeir njóti persónulegrar þjónustu. „Starfsfólk okkar leggur sig fram um að veita upplýsingar um afþreyingu og þjónustu á svæðinu eins og t.d. hestaferðir, flúðasiglingar og fleira áhugavert.“

Sólborg Lilja segir að hinn almenni Íslendingur á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi á hótelinu, hvort heldur sem leitað er eftir gistingu eða ef tilefnið er að staldra við á ferð sinni um landið og fá sér veitingar eða kaffisopa.

„Við leggjum áherslu á hollan og góðan mat og leggjum okkur fram um að bjóða mat sem er framleiddur í nágrenninu. Gestum og gangandi gefst kostur á að borða á staðnum eða úti í hótelgarðinum. Á efri hæð aðalbyggingarinnar er hlaðborð á kvöldin þar sem fólk nýtur um leið útsýnis og getur farið út á svalir og sólpall. Þetta er tilvalinn áningarstaður fyrir fólk á öllum aldri sem er á ferð um Suðurland. Við erum afar ánægð með staðsetningu Stracta hótelsins á Hellu þar sem nálægðin við náttúruna er í aðalhlutverki. Hótelið er í alfaraleið hvort sem fólk vill skoða Heklu, fara á Gullfoss og Geysi eða aka um Suðurland þar sem leið liggur t.d. í Þórsmörk, Bása eða í Landeyjarhöfn á leið sinni til Vestmannaeyja.“

-SJ

www.stracta.is

Callout box: Á efri hæð aðalbyggingarinnar er hlaðborð á kvöldin þar sem fólk nýtur um leið útsýnis og getur farið út á svalir og sólpall. Þetta er tilvalinn áningarstaður fyrir fólk á öllum aldri sem er á ferð um Suðurland.

Quote: Við leggjum áherslu á hollan og góðan mat og leggjum okkur fram um að bjóða mat sem er framleiddur í nágrenninu.“ – Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, hótelstjóri