Ströndin 

Ummál Íslands er 1.522 km / 946 mi ef maður siglir hringinn í kringum Ísland og þverar firði. Ef maður gengur aftur á móti alla stendleiguna, heldur sig í fjörunni er strandlengja Íslands hvorki meira né minna en 8.464 km / 5.259 mi. Sem er svipuð vegalengd og frá Reykjavík, til Galapagos eyja eða frá Reykjavík til Seoul höfuðborgar Suður-Kóreu, í beinni línu.  Stærð Íslands er 103 þúsund km², en hafsvæðið, efnahagslögsagan sem tilheyrir Íslandi, 200 sjómílur út frá annesjum er 7,5 sinnum stærra, eða 758 þúsund km².

Við Bjarnarvík rétt vestan Þorlákshafnar. Þrátt fyrir stafalogn í morgun, var mikil undiralda, brim við suðurströndina, eins og er nær alla daga ársins.

Árnessýsla 17/11/2021 11:19 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson