Grindavík er sextándi stærsti bærinn á Íslandi, með 3.800 íbúa, þar af eru 800 börn í grunn- og leikskólum bæjarins. Grindavík er einn af öflugustu sjávarútvegsbyggðum landsins. Grindavík er líka ferðamannabær, enda örstutt í Bláa lónið (4 km), á Keflavíkurflugvöll (25 km) eða til Reykjavíkur aðeins góður hálftími í akstri. Í dag er íbúatalan núll. Almannavarnir hafa lokað bænum. Kvikugangur gengur undir bæinn, sem hefur verið rýmdur. Hvenær, hvar eða hvort verður eldgos, veit enginn. Jafnvel ekki okkar bestu vísindamenn, en eitt er víst Land & Saga / Icelandic Times, fylgist vel með… ef eitthvað gerist.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík / Grindavík 102/11/2023 – A7C, A7R IV : FE 1.8/135mm GM, 2.5/40mm G