Sumar á Suðurlandi #2

Hér kemur annar hluti myndaseríu af þremur, frá Icelandic Times / Land & Sögu um Suðurland. Veðurspáin var vond fyrir sunnanvert landið, rok og rigning, gul veðurviðvörun. Það fékk okkur að leggja við hlustir, leggja land undir fót. Það er fátt meira spennandi fyrir ljósmyndara en takast á við birtuna, rigninguna og rokið, fá fínar myndir… eða ekki. Suðurland er á margan hátt einstakt, og sá landshluti sem flestir ferðamenn sækja heim, enda er stutt þangað, miðað við aðra landshluta. Þá má segja að ferðamannastraumurinn á Íslandi endi við Jökulsárlón, tæpla 400 km / 240 mi austan við höfuðborgina, þangað er milli fimm og sex tíma akstur frá Reykjavík / Keflavík. Á leiðinni eru ótal perlur, eins og sjá má á þessum svipmyndum frá ferð okkar um Suðurland.

Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum, þangað er um tveggja tíma akstur frá Reykjavík

Sauðfé á beit í Reynishverfi, vestan við Vík í Mýrdal

Ferðamaður að heilsa upp á sauðfé í Mýrdalnum

Fjallsárlón í Öræfasveit

Sumarbústaðir í Meðallandi, Vestur-Skaftafellssýslu

Sólin nýkomin upp yfir Skeiðarárjökli

Rok og rigning í Mýrdalnum

Kvöldbirta undir Eyjafjöllum

Fallegir ísjakar á Jökulsárlóni

Stjórnarfoss við Kirkjubæjarklaustur

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Suðurland 28/06/2023 : A7C, RX1R II, A7R III, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM