Surtsey

Á næsta ári, eru 60 ár síðan Surtsey gaus, eyja varð til. Eyja sem er nú er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum, og jafnframt syðsti punktur Íslands. Gosið var mjög stórt á sögulegum tímum, stóð frá 14. nóvember fram til 5. júní 1967, eða í rúmt þrjú og hálft ár. Þegar gosinu lauk var Surtsey 2,7 kmen síðan hefur eyjan minnkað um helming sökum rofs sjávar og vinda. Eyjan sem hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2008, og friðlýst frá upphafi má segja, liggur 30 km suður frá Landeyjarsandi á meginlandinu, og 20 km suðvestur frá Heimaey. Óheimilt er að fara í land eða kafa við Surtsey nema með fengnu sérstöku leyfi frá Umhverfisstofnun. En vísindamenn hafa frá upphafi verið þarna við viðamiklar rannsóknir á lífríki eyjarinnar. Eins hafa ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn fengið leyfi til að skrásetja og fylgjast með þeim breytingum sem verða á örskotsstundu þegar nýtt land, ný eyja verður til, eins og Surtsey fyrir tæpum 60 árum. Surtsey er nefnd eftir Surti, jötni úr norrænni goðafræði, hann þakkti heiminn eldi í ragnarökum.

Gróður nemur land

Ströndin er ákaflega hrikaleg en falleg. Lendingin er erfið fyrir gúmmíbáta að ferja vísindamenn, ljósmyndara, tæki, tól og vistir út í eyjuna.  

 

Hæsti puntur Surtseyjar

 

Vísindamenn á barmi aðalgígsins í Surtsey

 

Surtsey : H2 – 50/80/100/150

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson