BJB 011 063 4-2

Sýning um þorskastríðin

opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík

Í ár eru liðin 40 ár frá lokum þorskastríðanna. Að því tilefni munu meistaranemar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur opna sýninguna Þorskastríðin, For Cod‘s Sake, á Sjóminjasafninu í Reykjavík föstudaginn 13. maí kl. 17.

Sýningin Þorskastríðin, For Cod´s Sake fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Saga þorskastríðanna er rík og margslungin. Í henni koma við sögu fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands eða strákarnir okkar, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta.

Sýningin er afrakstur vinnu nemenda í námskeiðinu Menningarminjar, söfn og sýningar sem er hluti af þverfaglegri námsleið í hagnýtri menningarmiðlun.

Tengiliðir:
Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjóri sýninga á Borgarsögusafnin Reykjavíkur. Helga.maureen.gylfadottir@reykjavik.is  s: 693-6992
Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnastjóri markaðs-og kynningarmála á Borgarsögusafni Reykjavíkur. Gudrun.helga.stefansdottir@reykjavik.is s: 8996077
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. mgh5@hi.is
Viðar Snær Garðarsson, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands vidarsg@gmail.com

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0