BJB 011 063 4-2

Sýning um þorskastríðin

opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík

Í ár eru liðin 40 ár frá lokum þorskastríðanna. Að því tilefni munu meistaranemar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur opna sýninguna Þorskastríðin, For Cod‘s Sake, á Sjóminjasafninu í Reykjavík föstudaginn 13. maí kl. 17.

Sýningin Þorskastríðin, For Cod´s Sake fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Saga þorskastríðanna er rík og margslungin. Í henni koma við sögu fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands eða strákarnir okkar, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta.

Sýningin er afrakstur vinnu nemenda í námskeiðinu Menningarminjar, söfn og sýningar sem er hluti af þverfaglegri námsleið í hagnýtri menningarmiðlun.

Tengiliðir:
Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjóri sýninga á Borgarsögusafnin Reykjavíkur. [email protected]  s: 693-6992
Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnastjóri markaðs-og kynningarmála á Borgarsögusafni Reykjavíkur. [email protected] s: 8996077
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. [email protected]
Viðar Snær Garðarsson, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands [email protected]