Sýninging Viðnám 

Vísindi og list eru samferða í sýningu Listasafns Íslands, Viðnám, sem er þverfargleg sýning þar sem listamenn og listaverk brúa bilið milli vísinda og myndlistar í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýning þar sem loftslagsbreytingar á láði og legi leika aðalhlutverk. Listaverkin á sýningunni tengjast öll orðræðunni um sjálfbærni og þeim siðferðilegu málefnum er tengjast þeirri vinnu sem stuðlar að þróun í átt að frekari sjálf­bærni. Hvernig fólk kýs að lifa lífinu og hvaða áhrif það vill hafa. Til að skapa forsendur fyrir góðu lífi þarf að hlúa að fjölmörgum þáttum og ekki síður samspili þeirra. „Að lifa lífinu á þann hátt að maður viðhaldi góðu lífi án þess að skerða lífsgæði annarra er lykillinn að sjálfbærni“. Eins og segir í kynningu Listasafn Íslands á sýningunni, sem stendur næstu fimm árin, eða fram í mars 2028.

„Að lifa lífinu á þann hátt að maður viðhaldi góðu lífi án þess að skerða lífsgæði annarra er lykillinn að sjálfbærni“. Eins og segir í kynningu Listasafn Íslands á sýningunni, sem stendur næstu fimm árin, eða fram í mars 2028. 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

24/02/2023 : A7R III, RX1RII : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z