Þarfasti þjóninn

Íslenski hesturinn, sem kom með með landnámsmönnum fyrir yfir þúsund árum, er merkileg skepna með sínar fimm gangtegundir, fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Hann er af mongólskum uppruna af hestkyni sem er skylt norska lynghestinum. Íslenski hesturinn er ekki hár í loftinu, en óvenju sterkbyggður, heilsuhraustur og veðurþolinn, enda hefur hann þurft að þola íslenskt veðurfar í meira en þúsund ár, án blöndunnar við önnur hestakyn. Það sem hefur gert íslenska hestinn vinsælan hér heima og í útlöndum, er hve þýður og geðgóður hann er, fullkominn til útreiða og vinskapar. Íslenski hesturinn hefur yfir 40 grunnliti, og hundarð litaafbrigði, en algengustu grunnlitirnir eru tveir, rauður og brúnn. Algengt er að íslensk hross nái 25 vetra aldri. Fyrir bílaöld, var hann alltaf kallaður þarfasti þjóninn, enda eina farartækið til að komast milli staða á Íslandi, langt fram á tuttugustu öldina, nema auðvitað á tveimur jafnfljótum. 

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 58.466 hross á Íslandi á síðasta ári.

Íslenski hesturinn er mjög veðurþolin, og kann best við sig undir berum himni, jafnt sumar sem vetur. 

Margar sögur af hestum sem hafa ratað heim með knapa sinn í óveðrum, eða varað heimamenn við að óveður sé í aðsigi. 

Dalasýsla – Austur Húnavatnssýsla 23-24/02/2022  11:07-17:11 : A7R III -A7R IV : FE 1.2/50mm GM – FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson