The Annual Icelandic Beer Festival 2016

Íslenska bjórhátíðin á KEX Hostel í fimmta sinn

Hátíðin færir út kvíarnar og bætir við þremur staðsetningum

1 KEXBeerFest 2015KEX Hostel heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð í fjórða sinn dagana 24.-27. febrúar. Hátíðin er haldin í tilefni af 27 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram.

2 KEXBeerFest 2015Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum og munu bruggarar frá Borg, Ölgerðinni, Einstök, Vífilfelli, Bryggjan Brugghús, Segul 67, Steðja, Ölvisholti og Kalda kynna starfsemi sína á KEX Hostel. Erlendu bruggarnir koma frá örbrugghúsum í Danmörku (To Øl, Mikkeller og Alefarm) og Bandaríkjunum (The Commons Brewery, Pfriem Family Brewers og Surly Brewing Company) og sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða handverksbjór (e. craft beer) af ýmsum toga.

beerÁ hátíðinni í ár bætast við þrjár nýjar staðsetningar og eru það annars vegar Mikkeller & Friends Reykjavík og veitingastaðurin við Hverfisgötu 12 og hinsvegar Fiskislóð 73.  Á Mikkeller & Friends Reykjavík hefst dagskráin Bjórvikunni mánudaginn 22. febrúar þar sem bjórar frá Upright í Oregon yfirtaka dælurnar.  Sænska veitingahúsið Omnipollo‘s Hatt mun taka yfir eldhúsið á Hverfisgötu 12 miðvikudaginn 24. Febrúar. Omnipollo‘s hatt er veitingahús í sænsku handverksbruggarana frá Omnipollo.    Bjórar frá Omnipollo munu yfirtaka dælurnar á Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends sama dag.

Tekið er fram að það koma ekki bruggarar frá Omnipollo og Upright.
 
Á Fiskislóð 73 verður svo boðið uppá svokallað ofur-session, pop up veitingahús og bari og rokktónleika.

Ekki þarf armband fyrir viðburðina á Mikkeller & Friends og Hverfisgötu 12.

Nánari upplýsingar um íslensku bjórhátíðina og viðtöl veita:

Ólafur Ágústsson framkvæmdarstjóri Sæmundar í sparifötunum í gegnum [email protected] og 868 4301.

Haukur Heiðar Leifsson rekstrarstjóri Mikkeller & Friends Reykjavík í gegnum [email protected] og 662 1511.

Hinrik Carl Ellertsson rekstrarstjóri á Hverfisgötu 12 gegnum [email protected] og 864 3333

Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:
Miðvikudagur, 24. febrúar: kl. 17:00-19:00
Bjórsmakk á KEX Hostel
Brugghús: Kaldi, Segull 67, Ölvisholt, The Commons Brewery (US) og Alefarm Brewing (DK)
Fimmtudagur, 25. febrúar: kl. 17:00-19:00
Bjórsmakk á KEX Hostel
Brugghús: Steðji, Einstök, Mikkeller og To Øl.
Föstudagur, 26. febrúar: kl. 17:00-19:00 Borg Brugghús, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Bryggjan Brugghús, pFriem Family Brewers (US) og Surly Brewing Company (US)
Laugardagur, 27. febrúar:
Kl. 14:00 Bjórvinnustofa og spjall við bruggara í Gym & Tonic á KEX Hostel.
Kl. 17:00-19:00 Ofursmakk á Fiskislóð 73
Vegvísun á Fiskislóð 73.
Brugghús: Mikkeller, To Øl, Surly, The Commons Brewery, pFriem, Alefarm, Kaldi, Segull 67, Ölvisholt, Einstök, Víking Ölgerð, Steðji, Borg Brugghús, Ölgerðin og Bryggjan Brugghús.  
Kl. 19:00-23:00 Sæmundur í sparifötunum Pop Up veitingahús, Mikkeller & Friends Pop Up Bar og Hverfisgata 12 kokteil bar.
TÓNLEIKAR – Hljómsveitin FM Belfast spilar fyrir gesti hátíðarinnar frá kl. 21:00.  Einnig verður hægt að kaupa miða sérstaklega á FM Belfast en sá miði gildir ekki á bjórhátíðina.
Íslensku brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni:

Víking Ölgerð / Vífilfell (https://www.vifilfell.is/)
Einstök (https://einstokbeer.com/)
Ölgerðin Egill Skallagrímsson (https://www.olgerdin.is/)
Borg Brugghús (https://www.borgbrugghus.is/)
Ölvisholt (https://www.brugghus.is/)
Kaldi (https://www.bruggsmidjan.is/)
Steðji (https://www.stedji.com/)
Bryggjan Brugghús (https://bryggjanbrugghus.is/)
Segull 67 Brugghús (https://www.segull67.is/)  

Alþjóðlegu brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni:

Mikkeller (https://mikkeller.dk/)
To Øl (https://to-ol.dk)
Alefarm (https://www.alefarm.dk/)
The Commons Brewery (https://www.commonsbrewery.com/)
Surly Brewing (https://surlybrewing.com/)
pFriem Family Brewers (https://www.pfriembeer.com/)  

Upright Brewing (https://www.uprightbrewing.com/) – ATH! Bara á Mikkeller & Friends

Omnipollo‘s Hatt (https://www.omnipolloshatt.com/) – ATH! Bara á Mikkeller & Friends
                                                                                                                  og Hverfisgötu 12  

Omnipollo (https://www.omnipollo.com/beer/abrahadabra/) – ATH! Bara á Mikkeller &
                                                                                                                                Friends Reykjavík og                           
                                                                                                                                Hverfisgötu 12
 

Myndbönd frá The Annual Icelandic Beer Festival 2015.

Dagur 1: https://www.youtube.com/watch?v=0IyYn4qef_s

Dagur 2: https://www.youtube.com/watch?v=2VH3p2GZsRA

Dagur 3: https://youtu.be/a2hjSat58Ps

Dagur 4: https://www.youtube.com/watch?v=MwZyTEWoFPU

Miðasala á hátíðina fer fram á heimasíðu Kexlands og á Tix.is.

Hátíðarpassi (armband) á hátíðina kosta 9900 krónur.

https://kexland.is/kexland/midasala-fyrir-armbond-the-annual-icelandic-beer-festival/  

https://tix.is/is/event/2474/the-annual-icelandic-beer-festival-2016/

Bestu kveðjur / Kind Regards

Benedikt Reynisson
Events / Social Media / Press
Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK

https://www.kexhostel.is
https://www.kexland.is
https://www.hverfisgata12.is
https://www.dillrestaurant.is
https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060
Mob.  + 354 822 2825