Á Hellissandi hefur opnað stórglæsileg Þjóðgarðsmiðstöð sem þjónustar Snæfellsjökulsþjóðgarð með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði. Veitingastaðurinn Matarlist sér svo um rekstur í veitingasölu og er opið á opnunartíma Þjóðgarðsmiðstöðvarinnar.
Hönnun hússins kemur frá Arkís arkitektum sem unnu hönnunarsamkeppni um verkefnið árið 2006, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir stjórnuðu byggingaframkvæmd og sáu Húsheild/Hyrna um verklega framkvæmd. Framkvæmdir hófust árið 2020 og lauk árið 2022 og er byggingin hönnuð og byggð í samræmi við alþjóðlega umhverfisvottunarkerfið BREEAM. Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
Heimilisfang: Sandahrauni 5, 360 Hellissandi
Sími: 661-1500
Vetraropnun (október – maí): kl. 10:00 – 17:00 alla daga