Bærinn Þorlákshöfn á suðurströndinni, þar sem Reykjanes mætir Suðurland er nú með um 2000 íbúa. Þorlákshöfn er í rúmlega 45 mínútna fjarlægð frá Reykjavík og er sá bær, eða sveitarfélag Ölfus, sem vex hvað hraðast á Íslandi. Þarna er frábær höfn, þar sem Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, siglir þrivar í viku frá Evrópu til Þorlákshafnar með varning. Enda er höfnin frábær, fyrir frakt- og fiskiskip, næsta góða höfn í austri er á Höfn í Hornafirði í rúmlega 400 km fjarlægð. Þorlákshöfn byggðist fyrst og fremst upp í byrjun sem sjávarpláss. Þegar staðurinn Elliðahöfn, sem var endurskírður Þorlákshöfn fyrir 70 árum, bjuggu á staðnum 14 manns. Nú eru framkvæmdir lagt komnar við stærstu fiskeldisstöð á landi, við Þorlákshöfn, stöð sem áætlað er að framleiði 20 þúsund tonn af laxi á ári, og skapi 150 til 200 störf. Útflutningsverðmætin gætu orðið 20 þúsund milljónir á ári.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
05/03/2023 : A7C, A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z