Þorskur

Þorskur

Þorskur (Gadus) er almennt heiti yfir fiska af ættkvíslinni Gadus af ætt þorskfiska, þótt að í íslensku sé oftast átt við Atlantshafsþorsk (Gadus morhua).

Stærð: Þorskurinn getur náð 30 ára aldri og orðið allt að 50 kg að þyngd en vöxtur er mjög breytilegur eftir hafsvæðum. Við suðvesturland er algengt að þorskur sem veiddur er á vetrarvertíð, sé á bilinu 70-90 cm eða 3-7 kg að þyngd. Fyrir norðan og norðaustan land er þorskurinn hins vegar mun minni. Talið hefur verið að þorskurinn þurfi að ná a.m.k. 50 cm lengd áður en hann verður kynþroska.

Lýsing : Þorskur er straumlínulaga fiskur, kjaftstór og með skeggþráð á höku. Fiskurinn notar skeggþráðinn til að leita að fæðu á sjávarbotni. Litur er breytilegur eftir aldri og umhverfi en oftast eru þorskar gulgráir á baki og hliðum með dökkum deplum. Ungir þorskar eru rauðleitir eða brúnir, þeir…

(Lesa meira…)

Síðast uppfært: 05.09.2015
  • Latína: Gadus morhua Linnaeus, 1758
  • Enska: Cod, Atlantic cod
  • Norska: Torsk
  • Danska: Torsk
  • Færeyska: Toskur
  • Þýska: Dorsch
  • Franska: Cabillaud
  • Spænska: Bacalao
  • Rússneska: Треска / Treská
Næringaryfirlýsing
Þorskur, flök, hrá
Næringargildi í 100g af ætum hluta
Innihald Eining
Orka kJ 323 kJ
Orka kcal 76 kcal
Fita 0,6 g
– þar af mettuð fita 0,1 g
Kolvetni 0 g
– þar af sykurtegundir 0 g
Prótein 17,7 g
Salt 0,2 g
Heimild: Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM), Matís
Skoða fulla töflu