Þórunn Bára Björnsdóttir

Þórunn Bára Björnsdóttir lítur til Surtseyjar í verkum sínum sem sýnd eru á Akureyri. Akrýlverk sem sýna fléttur og mosa.

Þórunn Bára Björnsdóttir sýnir rúmlega tuttugu stór akrýlverk á sýningunni Surtsey – Mávaból í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. „Þetta eru náttúrumyndir. Ég hef áhuga á náttúruskynjun og náttúruvernd og tel að list hafi hlutverki að gegna ásamt vísindum að vekja okkur til umhugsunar um samband okkar við náttúruna og geti verið hvati til góðra verka báðum til gagns. Við tilheyrum náttúrunni og skynjum heiminn með skynfærunum. List er samskiptatæki sem þjálfar skynjun og styður okkur við að fóta okkur í tilverunni, ekki síður en rökhugsun og önnur þekking,“ segir Þórunn. Sjá meira hér í Fréttablaðinu.

Hér að neðan sjáum nokkrar blómamyndir: