Fyrir 66 árum, ákvað Reykjavíkurborg að breyta Árbæ sveitabæ sem var að fara í eyði, og stendur á besta stað í borgarlandinu, í Ártúnsbrekku, með útsýni yfir höfuðborgina í safn. Þangað skyldu gömul hús í miðbænum sem voru fyrir, flutt og endurbyggð, fyrir komandi kynslóðir. Elsta húsið á Árbæjarsafni er Hansenhús byggt fyrir 200 árum, árið 1823 við Austurvöll, af Simoni Hansen kaupmanni sem bjó þar til 1847. Húsið var flutt úr Pósthússtræti upp í Árbæjarsafn árið 1960. Margir merkismenn bjuggu síðar í húsinu eins og Jón Árnason þjóðsagnasafnari, Sigurður Guðmundsson okkar fyrsti alvöru málari, og Sigfús Eymundsson bóksali og ljósmyndari. Öll húsin á safninu hafa merka sögu, og það er engin staður, eða safn á Íslandi þar sem maður getur farið eins hratt til fortíðar eins og á Árbæjarsafni, sem nú er nú nánast í miðju höfuðborgarinnar. Icelandic Times / Land & Saga leit þar við.
1/01/2023 : RX1R II, A7C : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson