Banadagurinn í Viðey á sunnudag
Hinn árlegi Barnadagur verður haldinn í Viðey sunnudaginn 2. júlí frá kl. 13:00 – 16:00. Eins og nafnið bendir til er dagurinn helgaður börnum og fjölskyldum þeirra enda er Viðey með sín fallegu tún og fjörur kjörinn staður til barnaleikja.
Sirkus Íslands skemmtir börnunum með ævintýralegum kúnstum sínum og Húlladúllan kennir krökkum listina að húlla. Fjölskyldujóga með Arnbjörgu Kristínu jógakennara, Fjörufjör með háfa og fötur og skemmtilegu útileikirnir verða á sínum stað. Einnig geta krakkar spreytt sig á því að poppa yfir opnum eldi.
Hægt verður að kaupa grillaðar pylsur við Viðeyjarstofu allan daginn. Ókeypis ís í boði á meðan birgðir endast.
Dagskráin stendur frá 13:00-16:00. Ferjurnar fara frá Skarfabakka yfir sundið samkvæmt áætlun,  eða eftir þörfum.
Athugið að oft myndast langar biðraðir í ferjuna og því er nauðsynlegt að mæta tímalega til að ná fyrsta atriði dagsins. Hægt er að kaupa miða í ferjuna daginn áður í miðasölu Eldingar.
DAGSKRÁ
13:00        Sirkus Íslands með fjörugt atriði.
13:30        Húlladúllan sýnir listir sínar og kennir krökkum að húlla.
14:00        Fjölskyldujóga og slökun.
13:00-16:00    Fjörufjör og rannsóknarleiðangur í fjörunni. Komið með háfa og fötur!
13:00-16:00    Poppað yfir opnum eldi.
13:00-16:00    Fjörugar furðuverur heilsa upp á krakkana í eyjunni.
13:00-16:00    Útileikir fyrir krakka á öllum aldri.

Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.350 kr. fyrir eldri borgara og 750 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.
Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins sigla frítt.
Við bjóðum öll börn og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomin!

Press Release June 28
Árbær Open Air Museum– Reykjavík City Museum
Guðrún Helga Stefánsdóttir, Marketing Manager +354 8996077
Ágústa Rós Árnadóttir, Event Manager +354 820-1977

The Children’s Day on Viðey Island on Sunday
The annual Children’s Day will be held on Viðey Island on Sunday, July 2nd, from 13:00 – 16:00. With its beautiful meadow, Viðey is an ideal place for children to play and the perfect place to host an event dedicated to children and their families.
The Icelandic Circus will be around to entertain children with their circus acts while the hula-hoop lady will be teaching everyone the tricks of the trade. There will also be family yoga sessions with Arnbjörg Kristín, seaside fun with buckets and spades and plenty of outdoor games. Kids can also have a go at popping corn over the open fire.
Hot dogs will be on sale at Viðey House all day and guests can also indulge in some complimentary ice-cream, while stocks last.
The programme of events runs from 13:00-16:00 and the ferry service from Skarfabakki Harbour will be operating according to the schedule or as necessary.
Note that long queues may form for the ferry service so make sure to get there early so as not to miss the first events of the day. Tickets for the ferry can be bought the day before at the Elding ferry service ticket desk.
PROGRAM
13:00        The Icelandic Circus
13:30        Hula hoop show and teaching
14:00        Family Yoga and relaxing
13:00-16:00    Beach fun and research – bring nets and buckets!
13:00-16:00    Popping corn over the open fire
13:00-16:00    Funny creatures on the Island will delight kids
13:00-16:00    Outdoor games suitable for all kids    

Return ferry tickets cost 1.500 ISK for adults, 1.350 ISK for senior citizens and 750 ISK for children 7 – 17 years old accompanied by parents or guardians. Tickets are free for children 6 years and under.
Holders of the Reykjavík City Card travel for free.
Those with a Reykjavík Culture Pass receive a 10% discount on ferry tickets.
We wish all children and their families a very warm welcome!