Norðausturland hefur ýmsilegt fallegt upp á að bjóða.

Á norðausturlandi má finna stórbrotna náttúru sem tilvalið er að eyða góðum tíma í að skoða. Þetta fáfarna svæði hefur margt upp á að bjóða; gönguleiðir, kayakferðir, fuglaskoðun, einn vatnsmesta foss Evrópu, ósnortna náttúru, hverasvæði og meira.

Báran veitingahús á Þórshöfn – Skemmtilegur veitingastaður sem kemur á óvart

Úrvalshráefni úr heimabyggð Á Þórshöfn á Langanesi er veitingahúsið Báran. Það er afar huggulegt með útsýni yfir höfnina og sjávarlífið. Þegar viðrar vel er hægt að snæða á pallinum fyrir utan, eða fá sér kaffi og köku.

Hráefni matsölustaðarins er valið af kostgæfni. Leitast er við að fá úrvalshráefni úr heimabyggð og er boðið upp á nautakjöt, lambakjöt og fisk. Eins er hægt að fá hamborgara, pizzur, pasta, súpur og samlokur. Hamborgararnir eru búnir til frá grunni í eldhúsinu hjá okkur og pizzurnar eru eldbakaðar á staðnum. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi á Bárunni. Á sumrin opnar staðurinn klukkan átta á morgnana og er staðurinn því tilvalinn í allt frá morgunverði að kvöldverði. Eins er boðið upp á kaffi og kökur. Á kvöldin er barinn svo opinn þar sem hægt er að njóta góðra veiga en oft er lifandi tónlist eða annað skemmtilegt um að vera. Báran veitingahús er skemmtilegur staður sem kemur á óvart í litlum bæ á Langanesi. Saga Þórshafnar er löng en þar hefur verið stunduð sjómennska allavega frá 16. öld. Bærinn varð þó ekki löggildur verslunarstaður fyrr en um miðja 19. öldina og föst búseta hófst þar nokkru síðar.

Eyri Hjalteyri – eitt best geymda leyndarmál Íslands

Vinalegt andrúmsloft og heitur pottur Veitingastaðurinn Eyri á Hjalteyri er eitt best geymda leyndarmál Íslands. Vinsæll meðal heimafólks, Eyri býður upp á fjölbreyttan matseðil en hráefnið er fengið úr heimabyggð. Til dæmis er lambakjötið fengið frá bóndabæjum innan við 30 kílómetra í burtu og fiskurinn kemur frá Þórshöfn. Frá veitingastaðnum er svo fallegt útsýni yfir Eyjafjörðinn. Fyrir utan mat er einnig hægt að gæða sér á góðu víni og bjór en svo er líka lifandi tónlist mjög reglulega á staðnum.

Það ætti allir geta fundið sér eitthvað við hæfi og ef Eitt það sem gerir staðinn sérstakan er að það er að það er hægt að fara í heitan pott sem er á pallinum hjá veitingastaðnum. Heita vatnið kemur úr borholu sem er á Hjalteyri. Þess fyrir utan er ærslabelgur þar rétt hjá og svo heit laug í fjöruborðinu hjá gömlu síldarverksmiðjunni. Hjalteyri er aðeins um 20 mínútna keyrslu frá Akureyri, en við hliðina á veitingastaðnum er hvalaskoðunarfyrirtæki og er það því tilvalið ferðalag að kíkja á Eyri, fá sér að snæða, kíkja svo í hvalaskoðun og jafnvel heita pottinn eftir á. Hjalteyri var á sínum tíma mikilvægt síldarvinnsluþorp en á síðari árum hefur bærinn vaxið sem listamannaparadís. Það eru reglulega haldnar listasýningar í Verksmiðjunni sem er til húsa í gömlu verksmiðjuhúsum bæjarins sem var opnuð árið 2008 af hóp íslenskra og erlendra listamanna.

Skúlagarður Hotel – Náttúruparadís við rúmgaflinn

Frábært hótel fyrir náttúruunnendur Á Norðurstrandarleiðinni í Kelduhverfi, ekki langt frá Ásbyrgi, má finna Hótel Skúlagarð. Hótelið er í húsi sem byggt var árið 1959 af fólki úr sveitinni en húsið var upphaflega heimavistarskóli og félagsheimili.

Veitingasalurinn og barinn er opið yfir sumarmánuðina milli 1. júní og 1. september og er morgunverður í boði milli 7:30 og 9:00 á morgnana. Matseðillinn er byggður á úrvalshráefni úr heimabyggð en sjálfbærni er í hávegum höfð og er reynt að halda kolefnaspori staðarins eins litlu og unnt er. 17 herbergi eru á hótelinu sem öll hafa sér baðherbergi. Eitt herbergjanna er með hjólastólaaðgengi og fyrir þá sem vilja aðeins meira næði, þá eru fjögur herbergi með sér inngangi. Stutt er í náttúruperlur frá hótelinu en nokkur fjöldi gönguleiða má finna í nágrenninu og má skoða hella og Skjálftavatn sem hótelið stendur við. Mikið fuglalíf er í Kelduhverfi og er því tilvalinn staður fyrir fuglaskoðun. Í næsta nágrenni við hótelið er hinn fallegi Demantshringur, svar Norðurlands við Gullhringnum. Á þessum 250 kílómetra langa hring má finna náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Mývatn og Dettifoss. Náttúruunnendur ættu ekki að láta þennan hring fram hjá sér fara en hvalabærinn Húsvík er einnig á leiðinni. Hótel Skúlagarður er notalegt hótel innan um bæði þekktar og leyndar náttúruperlur Norðurlands.

Sandur Gesthouse – Heillandi gistihús í sögulegu húsi

Margar gerðir herbergja Sandur á Þórshöfn er heillandi gistihús í nýuppgerðu sögulegu húsi. Nokkur mismunandi herbergi eru í boði, allt frá einstaklinksherbergi að fjögurra rúma fjölskylduherbergis og öll eru þau með sér baðherbergi. Gistihúsið hentar því allt frá bakpokaferðalöngum að heilum fjölskyldum. Hjónaherbergin eru tilvalinn fyrir tvo einstaklinga sem eru að ferðast saman. Sér baðherbergi með sturtu fylgir herberginu. Fjölskyldurýmið er tilvalið fyrir fjölskyldur á ferðalagi eða nokkra vini. Þar er um að ræða fjögur rúm á tveimur hæðum og sér baðherbergi. Ódýrari kostur er að bóka herbergi með annað hvort tveimur einstaklingsrúmum eða einu hjónarúmi og sameiginlegu baðherbergi. Morgunverður er borinn fram á veitingahúsinu Bárunni hinu megin við götuna, en þar er opið langt fram á kvöld. Báran er huggulegur staður með fjölbreyttan matseðil, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en leitast er eftir við að fá úrvalshráefni úr heimabyggð. Hægt er að bóka skemmtilegar ævintýraferðir frá gistihúsinu, allt frá nokkurra klukkustunda kajakferðum yfir í nokkurra daga ævintýraferðir um hálendið í kringum Þórsmörk. Frá Sandi er auðvelt að komast áfram Norðurstrandarleiðina en hún beinir ferðamönnum á fáfarna og afskekkta staði á Íslandi. Leiðin nær frá Hvammstanga á Norðvesturlandi að Bakkafirði á Austurlandi.

Norðurstrandarleiðin

Fyrirtæknin nefnd hér að ofan eru öll á norðausturlandi á Norðurstrandarleiðinni. Leiðin er 900km löng og nær frá Hvammstanga á norðvesturlandi að Bakkafirði á norðausturlandi. Yfir 20 bæir og þorp eru á þessari leið sem og náttúrufegurð sem margir hafa aldrei séð.

Norðausturlandið er frábært staður til að upplifa flest það sem Ísland hefur upp á að bjóða.