Umhleypingar

Umhleypingar

Veðráttan hefur verið allskonar síðustu sólarhringa um allt land. Vegir hafa verið að teppast, erfið færð. Mikil snjókoma, af kyrrstæðri lægð á Grænlandssundi, mitt á milli Íslands og Grænlands. Ekta vetrarveður, sannkallað janúarveður, jafnvel í höfuðborginni. Veðrið var ekki beysið til myndatöku, grátt og blá birta, en auðvitað fór Land & Saga / Icelandic Times að fanga stemninguna, sem var lágstemmd. Hér er útkoman, sýnishorn á því sem við sáum, frá Hafnarfirði í Hljómskálagarðinn í miðbæ Reykjavíkur. 

Bekkur í Hljómskálagarðinum í Reykjavík
Við Smáralind, stærstu verslunarmiðstöð landsins í Kópavogi
Bílastæði í Lindunum í Kópavogi
Í Hafnarfirði
Horft yfir Kópavog, Borgarholtsbraut fremst, með þremur sundköppum að koma sundi úr Kópavogslaug
Smárahvammsvegur Kópavogi
Fífuhvammsvegur í Kópavogi

Stór-Kópavogur  27/01/2024 – A7RIV, RX1RII : FE 1.8/135mm GM. FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/24mm GM                      Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson