Undir eldfjallinu

 

 

Sex steinar, og ein lína, sem er sjávarkamburinn sem skilur af Holtsós og ólgandi Atlantshafið.

Undir eldfjallinu

Það eru fáir staðir á Íslandi sem ég hef myndað oftar en Holtsós undir Eyjafjöllum. Þetta litla vatn, sem lætur ekki mikið yfir sér, er 4 km / 2.4 mi á lengd og 2 km / 1.2 mi á breidd og stendur við Hringveg 1, undir snarbrattri hlíð. Þar fyrir ofan er eldfjallið Eyjafjallajökull, sem gaus sínu stóra gosi árið 2010. Í Steinafjalli rétt austan við Holtsós er mjög stór fýlabyggð, en yfir 20.000 fýlar eiga varpstöð fjallinu, og telst fjallið alþjóðlega mikilvæg sjófugla-byggð. Hvað er það sem heillar við þetta látlausa lón fyrir ljósmyndara? Það er birtan sem aldrei er eins, alltaf spennandi. Í Holtslón eru 142 km / 88 mi frá höfuðborginni, í austurátt.

 

 

Rangárvallasýsla 15/09/2021 16:08 : A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson