Narfeyrarkirkja við Álftafjörð

Undir jökli

Snæfellsnes er staðsett á miðjum vestur helmingi landsins. Nesið er um 100 km langt, milli Faxaflóa í suðri og Breiðafjarðar, Hvammsfjarðar í norðri. Meðal breidd Snæfellsnes er um 25 km. Fjallgarður liggur eftir endilöngu nesinu, og vestast á því er hæsta fjallið á Snæfellsnesi, Snæfellsjökull 1446 metra hár. Fjallið sem er eldkeila, og eitt fallegasta fjall landsins, þar gaus síðast fyrir 1.750 árum. Snæfellsjökull er hlut af Snæfellsjökulsþjóðgarði sem nær yfir allt vestanvert Snæfellsnesið, alls 183 kmað stærð. Jökull sjálfur er nú 11 kmog hefur rýrnað um helming á síðustu hundrað árum. Flestir íbúar Snæfellsnes búa á norðanverðu nesinu, en þar eru fimm sjávarútvegsbæir, Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif og Hellissandur. Á sunnanverðu nesinu eru síðan tvö smáþorp, Arnarstapi og Hellnar, undir Snæfellsjökli. Það er stutt frá Reykjavík og upp á Snæfellsnes, rúmlega tveggja tíma akstur, í einstaka og mjög fjölbreytta náttúrufegurð.

Norðurljós yfir Kirkjufelli í Grundarfirði
Horft yfir Breiðafjörð í kvöldbirtu að Þórsnesi, þar sem Stykkilshólmur stendur
Búðakirkja og Snæfellsjökull
Sólin lýsir upp Hótel Búðir á sunnanverðu Snæfellsnesi
Höfnin á Rifi
Mikið líf við höfnina á Stykkishólmi

Ísland 23/02/2024 : RX1RII, A7RIII, GX617 : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/100mm GM, T 8.0/300mm
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson