Íbúðaverð vegur þyngst í vísitölunni. Hér er horft í suður frá Öskjuhlíð, yfir að Kársnesi í Kópavogi, og Garðabæ og suður Hafnarfjörð, Reykjanes í bakgrunni.

Upp & sjaldan niður

 

Matur er mjög stór póstur í vísitölukörfunni

Verðbólgan á Íslandi síðustu tólf mánuði er nú 9,3% og heldur áfram að lækka, hæst var hún, 9,9% í júlí, og hafði ekki verið hærri í 13 ár. Greiningadeildir bankanna þriggja, spá að verðbólgan minki hægt og sígandi fram á næsta ár. Það sem fyrst og fremst hefur drifið verðbólguna áfram síðustu misseri er mikil hækkun á húsnæðisverði, sem vegur þungt í vísitölunni. Frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944, hefur verðbólgan verið meiri og sveiflukenndari en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hæst fór ársverðbólgan í júní 1983 þegar hún fór í 130%. Lengsta stöðuleikaskeið varði í 18 ár frá 1990 til 2008, þegar Bankahrunið varð. Einu sinni í 78 ára sögu lýðveldisins hefur verið verðhjöðnun, en 1959 var 4% verðhjöðnun á Íslandi. Versta tímabil í efnahagsstjórn og verðbólgu er milli áranna 1970 og 1990, verðbólgan rokkaði þá á milli 40 og 50 prósent. Grunnur vísitölunnar er byggður á útgjaldarannsóknum Hagstofunnar, og er grunnurinn endurnýjaður einu sinni á ári. Vísitölugrunnurinn tekur mið af neyslu fólks sem býr á Íslandi, en ekki á neyslu ferðamanna sem heimsækja Ísland. Hvað þýðir verðbólga, 1000 krónur íslenskar í júní 1944 þegar við fengum sjálfstæði eru nú orðnar að 107.820 krónum, hvorki meira né minna, krónan hefur semsagt rýnað ansi mikið.

Bifreiðar og kostnaður sem fylgir þeim er einn af stærstu útgjaldaliðum hvers heimilis.

 

Raftæki og föt hækkuðu mest í síðustu vísitölumælingu Hgstofu Íslands.

Reykjavík : 24/09/2022 : A7R IV, A7C – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135 GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0