Í Ásmundarsal eru þrjár gerólíkar sýningar, sem eru hluti af Hönnunarmars. Í Gryfjunni er sýningin 1+1+1 Uppspretta, þar sem þrjú hönnunarhús, Hugdetta (IS), Petra Lilja (SE) og Aalto+Aalto (FI) skoða, og sýna hversdagslega hluti sem eru endurhugsaðir, hannaðir á nýstárlegan hátt. Verkefni sem hefur staðið í níu ár. Pétur Geir Magnússon (f:1994) er með sýninguna Samfellur / Continuum á fyrstu hæðinni. Listamaðurinn fer í leiðangur milli málverks og skúlptúrs, og úr verður góð blanda, enda er hann að takast á við stærsta verkefnið, að vera nýbakaður faðir. Upp í aðal sýningarsalnum er síðan sýningin Erindrekar, verk Seyðfirsku æðarbændanna, Írisar Indriðadóttur og Signýjar Jónsdóttur, sem stunda æðarrækt á Skálanesi við Seyðisfjörð ásamt Sigrúnu Ólafsdóttur og Pétri Jónssyni. Á sýningunni fá gestir að hitta þrjár fuglahræður sem klæðast fötum Sigmundar Páls Freysteinssonar fatahönnuðar úr annars flokks æðardúni, plús fjölda upplýsinga um dún og ekki dún. Fínar sýningar.
Reykjavík 04/05/2024 : A7C R, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson