Gallery Port, einn best einkarekni sýnarsalur landsins flutti sig um set af Laugavegi þar sem galleríið hefur starfað síðan 2016, í nýbyggingu á Kirkjusandi. Önnur sýning á nýja staðnum er með myndlistarmanninum Sindra Ploder (f: 1997) en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann unnið að myndlist í tíu ár. Strax fóru andlitsmyndir hans að vekja athygli, persónulegar, svipsterkar og sérstakar. Sindri sem er með Downs-heilkenni og meðlimur í vinnustofum Myndlistarskóla Reykjavíkur. Nýverið hefur hann verið að leika sér að gera andlit á tré, þrívíða skúlptúra. Það eru þeir félagar Árni Már Erlingsson og Skarphéðinn Bergþóruson sem reka Gallery Port, en eins og Skarphéðinn sagði; ,,Hingað koma fleiri en á Laugaveginum með einbeittann brotavilja, að versla myndlist. Á Laugaveginum var meira rennirí af ferðafólki, fólki sem skoðaði en verslaði lítið.“ Gallery Port er listamannarekið gallerí og vinnustofa.






Reykjavík 10/04/2024 : A7C, RX1R II – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson