Vinnurýmið í Gallery Port

Úr Porti á torg

Gallery Port, einn best einkarekni sýnarsalur landsins flutti sig um set af Laugavegi þar sem galleríið hefur starfað síðan 2016, í nýbyggingu á Kirkjusandi. Önnur sýning á nýja staðnum er með myndlistarmanninum Sindra Ploder (f: 1997) en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann unnið að myndlist í tíu ár. Strax fóru andlitsmyndir hans að vekja athygli, persónulegar, svipsterkar og sérstakar. Sindri sem er með Downs-heilkenni og meðlimur í vinnustofum Myndlistarskóla Reykjavíkur. Nýverið hefur hann verið að leika sér að gera andlit á tré, þrívíða skúlptúra. Það eru þeir félagar Árni Már Erlingsson og Skarphéðinn Bergþóruson sem reka Gallery Port, en eins og Skarphéðinn sagði; ,,Hingað koma fleiri en á Laugaveginum með einbeittann brotavilja, að versla myndlist. Á Laugaveginum var meira rennirí af ferðafólki, fólki sem skoðaði en verslaði lítið.” Gallery Port er listamannarekið gallerí og vinnustofa.

Skarphéðinn Bergþóruson annar eigenda Gallery Port
Gallery Port, Hallgerðargötu 19 til 23
Frá sýningu Sindra Ploder
Frá sýningu Sindra Ploder
Frá sýningu Sindra Ploder
Frá sýningu Sindra Ploder

Reykjavík 10/04/2024 : A7C, RX1R II – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson