Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd

Það er fallegt og sérstakt að fara um Vatnsleysuströnd, staðsett mitt á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur á norðanverðu Reykjanesi. Á ströndinni búa um eitt hundrað íbúar og í Vogum, eina bænum á Vatnsleysuströndinni um 1200 manns. Á ströndinni eru stór hænsna- og svínabú, fiskeldi og síðan smá útgerð og fiskvinnsla í þorpinu. Fyrr á öldum var þéttbýlt á Vatnsleysuströnd, en öflug árabátaútgerð var á ströndinni, enda margar góðar lendingar. Auk úrræðis, áttu bændur örfár kýr og kindur. Mjög víða á Vatnsleysuströnd er að finna fornar minjar, ekki síst rúsir verbúða og annarra mannvirkja og tófta sem tengjast útgerð og sjósókn. Mikið og fornt hraun, Þráinskjaldarhraun þekur Vatnsleysuströndina alla, en hraunið er komið úr gíg sem liggur í Fagradalsfjalli, því fjalli sem gaus svo fallega í fyrra.

Það eru mörg eyðibýli á ströndinni, sem skemmtilegt er að skoða, og ef maður er heppinn sjá drauga á sveimi. 

 

Sund og íþróttahúsið í Vogum. En þróttmikið íþróttastarf er hjá íþróttafélaginu Þrótti Vogum.

 

Særún var eini báturinn í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í morgun.
Knarrarneskirkja á Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. 

 

Gullbringusýsla 26/04/2021 08:22 – 09:37 : A7R III – A7C : FE 2.8/100mm GM – FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson