Veiðivötnum

Veiðivötn eru vatnaklasi á Landmannaafrétti, sem samanstendur af allt að fimmtíu vötnum, bæði smáum og stórum. Mörg vötnin eru sprengigígar sem mynduðust í Veiðivatnagosinu 1477. Vatnaklasinn verð til í núverandi mynd í þessu eldgosi. Fjölmörg eldgos hafa orðið á Veiðivatnasvæðinu frá því ísöld lauk, t.d. gosið í Vatnaöldum í upphafi landnámstíðar (um 870) en þá myndaðist landnámsgjóskulagið. Tungnárhraunin, þar á meðal Þjórsárhraunið mikla, eru upp runnin á Veiðivatnasvæðinu.

Í vötnunum er mikil urriðaveiði en bleikju hefur einnig fjölgað á síðustu árum, sérstaklega í þeim vötnum sem eiga samgang við Tungnaá. Urriðinn í vötnunum þykir sérstaklega vænn og er af ísaldarstofni, þ.e. sjóbirtingur sem lokaðist inni við lok síðustu ísaldar.

Stangveiði er mikið stunduð í vötnunum og er fjöldi stanga takmarkaður við áttatíu stangir á dag.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0