Patreksfjörður á Vestfjörðum er vestasti bær Evrópu. Frá Reykjavík og þangað vestur eru 400 km / 240 mi, þar af rétt rúmur helmingur á Vestfjarðakjálkanum, á vegi 60, sem er einn versti, en fallagasti vegur landsins, vetur sem sumar. Nær engin byggð er fyrstu 100 km / 60 mi í Austur-Barðastrandarsýslu, en þegar komið er í vestursýsluna, eru þar fjár- og kúabú undir bröttum hlíðum. Eitt besta bláberjaland landsins er einmitt á Barðaströndinni. Nú er loksins verið að byggja upp, laga og breyta leiðinni, þannig innan örfárra ára verður hægt að aka á bundnu slitlagi frá höfuðborgarsvæðinu og alla leið vestur. Loksins loksins, hugsa eflaust útgerðarfélög og laxeldisfyrirtæki, en laxeldi er hvergi meira á Íslandi en einmitt á sunnanverðum Vestfjörðum. Skiptir það fyrirtækin þarna miklu máli að góðar samgöngur séu suður til Keflavíkur, til að koma afurðum sem ferkustum með flugi, á markaði austan hafs og vestan.
Austur- og Vestur Barðastrandasýsla 25/03/2020 09:07 & 15:31 – A7R III : FE 2.8/100mm GM & FE2.8/90mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson