Bíldudalur við Arnarfjörð, einn veðursælasti staður á Íslandi.

Vestfirðir á toppnum

Lonely Planet, stærsta ferðabókaútgáfa í heimi var að birta sinn árlegan lista, Best in Travel yfir þau svæði í heiminum sem vert væri að heimsækja á næsta ári, árið 2022. Í fyrsta sæti eru (auðvitað) Vestfirðir, sem var lýst sem einum af síðustu áfangastöðum í Evrópu þar sem hægt er að sjá og skoða ósnortna náttúru með tiltölulega auðveldum hætti. Val Lonely Planet, er auðvitað risastór viðurkenning fyrir Vestfirði, íbúana og ferðaþjónustuna á svæðinu, sem hefur tekið svo vel á móti þeim ferðamönnum sem hafa sótt Vestfirðina heim. Vestfirðir eru frábærir, það sem mætti laga er vegakerfið, en það hefur því miður setið eftir, miðað við aðra hluta lýðveldisins.

Dynjandi er einn fallegasti foss á Íslandi. Auðveld og góð gönguleið er að fossinum frá fínu bílastæði neðan við fossinn.
Horft niður í yfir Mikladal, milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar.

Patreksfjörður  25/03/2018 08:51 – A7R III : FE 2.8/90 

Bíldudalur  23/07/2017 06:36 – RX1R II : 2.0/35 Z

Arnarfjörður  09/07/2017 22:39 – RX1R II : 2.0/35 Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson